Nýjast á Local Suðurnes

Hekla lokar í Reykjanesbæ

Bílaumboði og þjónustuverkstæði Heklu í Reykjanesbæ hefur verið lokað. Hekla er þriðja bílaumboðið sem skellir í lás á stuttum tíma, en Bernhard, umboðsaðili Honda lokaði fyrir nokkrum mánuðum og GE-bílar sem sáu um rekstur umboðs fyrir B&L lokuðu einnig fyrir nokkrum misserum.

Ekki náðist í forsvarsmenn Heklu við vinnslu fréttarinnar, en allir bílar sem voru á sölu á útisvæði fyrirtækisins hafa verið fluttir á brott og á miða á hurð húsnæðisins stendur einungis að búið sé að loka og engar frekaris skýringar gefnar. Þá herma heimildir Suðurnes.net að húsnæðið hafi verið boðið nokkrum aðilum til kaups.