Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar vilja ekki fjarskiptamastur við Víkurbraut

Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar leggur til við bæjarstjórn að erindi Mílu um að reisa 18 metra hátt fjarskiptamastur við Víkurbraut 25 verði hafnað.

Grenndarkynning vegna málsins fór fram, auk þess sem opinn kynningarfundur var haldinn í Gjánni í júní mánuði. Þetta kemur fram á Grindavík.net

Á grenndarkynningartíma barst undirskriftalisti frá 33 aðilum í nágrenni Víkurbrautar 25. Með undirskriftalistanum var fyrirhugaðri framkvæmd mótmælt. Í ljósi mótmæla íbúa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.