Nýjast á Local Suðurnes

Björgu Erlingsdóttur boðin staða sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur

Starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs var auglýst laust til umsóknar á dögunum, en Þorsteinn Gunnarsson sem gengt hefur starfinu undanfarin ár hefur haldið til nýrra starfa á öðrum vettvangi.

Á bæjaráðsfundi 21. október síðastliðinn fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða Björgu Erlingsdóttur, sem hefur MPA í stjórnsýslu, stöðu sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Það er Grindavik.net sem greinir frá.

Alls sóttu 18 manns um starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.