Nýjast á Local Suðurnes

Meistaramót GVS var haldið í blíðskaparveðri

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram á Kálfatjarnarvelli á dögunum í blípskaparveðri. Fjöldi keppenda var skráður til leiks í mótið sem var spilað á fjórum dögum í lok júní.

Klúbbmeistari karla varð Adam Örn Stefánsson en hjá konunum var það  Guðrún Egilsdóttir sem varð klúbbmeistari. Það var svo Sigurður Gunnar Ragnarsson sigraði í 1. flokki karla en hann var einnig sá sem var næst holu á 3/12.