Nýjast á Local Suðurnes

Rekstur knattspyrnudeildar UMFN gengur vel – Jón endurkjörinn formaður

Jón Einarsson var endurkjörin formaður Knattspyrnudeildar Njarðvíkur og þeir Árni Þór Ármannsson, Viðar Einarsson, Sigurður Hilmar Ólafsson og Trausti Arngrímsson voru kosnir í stjórn deildarinnar, á aðalfundi, sem fram fór í gær.

Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar hafi gengið vel á síðasta starfsári, jafnvel betur en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þá var Svanur Þorsteinsson sæmdur bronsmerki UMFN fyrir vel unnin störf fyrir deildina, en Andrés Ottósson, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu er handhafi allra heiðursmerkja UMFN.