Búast við ófærð í Reykjanesbæ
Gera má ráð fyrir að illfært verði í efri byggðum Reykjanesbæjar í dag og jafnvel víðar, samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í tilkynningunni segir jafnframt að unnið sé að snjóhreinsun í öllum hverfum.
Tilkynningin í heild:
Vegna veðurs sem spáð er í dag má gera ráð fyrir að illfært og jafnvel ófært verði í efstu byggðum og jafnvel víðar í bænum á meðan veðrið gengur yfir.
Unnið er að snjóhreinsun í öllum hverfum og biðjum við íbúa um að sýna varkárni, þolinmæði og tillitssemi.
Ef þú þarf að koma á framfæri ábendingu vegna snjómokstur bendum við á ábendingargáttina sem er að finna á heimasíðu okkar www.reykjanesbaer.is, segir í tilkynningunni.