Nýjast á Local Suðurnes

Rafbílahleðsla við heimahús ekki lögreglumál

Lögreglsn á Suðurnesjum biðlar til fólks að hlaða ekki rafmagnsbíla í heimahleðslustöðvum, þar sem þær taka mikið rafmagn. Lögregla segir í tilkynningu að tilkynningar hafi borist varðandi þetta, en það sé lítið sem lögregla geti gert í málum sem þessum.

Tilkynning lögreglu:

Næsta mál.
Nú biðjum við þá sem eru með rafmagnsbíla að hlaða þá ekki í heimastöðvunum. Þær eru að taka mikið magn rafmagns sem gæti bitnað á rafmagni til íbúa. Við fáum tilkynningar um þetta (sumir senda myndir jafnvel) en við getum svo sem lítið gert annað en að benda fólki á þetta.