Nýjast á Local Suðurnes

Jóhanna Margrét og Bárður uppskáru standandi lófaklapp

Jóhönna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi halda áfram keppni á heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fer í Eindhoven í Hollandi, í dag og óhætt er að segja að þau fari vel af stað.

Þannig uppskáru þau standandi lófatak eftir sýningu sína í undankeppni í tölti í dag. Þau voru algjörlega frábær og uppskáru 8,77 í einkunn og leiða keppnina þegar þetta er skrifað.