Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík fær Stjörnuna í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit í karla- og kvennaflokki í Poweradebikarkeppninni í körfuknattleik. Það voru þau Hildur Sigurðardóttir og Gunnar Lár Gunnarsson sem sáu um að draga í dag.

Stærsti leikurinn í karlaflokki verður án efa leikur Grindavíkur gegn núverandi bikarmeisturum Stjörnunnar úr Garðabæ. Suðurnesjaslagurinn hjá körlunum mun að þessu sinni vera leikur Reynis úr Sandgerði og b-liðs Njarðvíkur, hjá konunum leiða saman Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík.

16 liða úrslit karla:

 • Höttur – Þór Þorlákshöfn
 • Hamar – Njarðvík
 • Haukar b – KR
 • Haukar – Ármann
 • Grindavík – Stjarnan
 • Reynir Sandgerði – Njarðvík b
 • Keflavík – Valur
 • Breiðablik – Skallagrímur

16 liða úrslit kvenna:

 • Fjölnir-Haukar
 • Keflavík – Þór Akureyri
 • Snæfell – Breiðablik
 • KR – Skallagrímur
 • Grindavík – Njarðvík