Nýjast á Local Suðurnes

Skorað á Pál Val að fara fram á ný – Náði miklu í gegn þrátt fyrir að sitja í minnihluta

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður, gæti verið á leið í framboð á ný, en Páll sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru, hefur fengið fyrirspurnir frá Pírötum, VG og Samfylkingunni varðandi mögulegt framboð.

Páll valur segist í samtali við Fréttablaðið vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn.

„Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Segir Páll Valur

Páll Valur náð sem kunnugt er ekki kjöri til Alþingis þegar kosið var síðast, en sagðist á þeim tímapunkti vera ánægður með störf sín á Alþingi, þau þrjú ár sem hann sat þar, en hann náði einni þingsályktunartillögu, einu frumvarpi og einni breytingartillögu í gegn á tíma sínum sem þingmaður, sem hann taldi gott hjá þingmanni sem sat í minnihluta.

Hér fyrir neðan má sjá Facebook-færslu Páls, sem hann ritaði eftir að hafa ekki náð endurkjöri.