Nýjast á Local Suðurnes

Bonneau allur að koma til – Myndband!

Stefan Bonneau leikmaður Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik virðist allur vera að koma til ef eitthvað er að marka myndband sem birt var á vefsíðunni karfan.is á dögunum, á myndabandinu sést Bonneau taka “létta” troðslu á æfingu liðsins.

Athyglisvert: Það þarf að fara að huga að þessu fyrir sumarið!

Gunnar Örlygsson sagði í viðtali við sama miðil í janúar síðastliðnum að Bonneau virtist vera að ná sér furðu hratt, miðað við alvarleika meiðslanna.

„Bata­ferlið er á góðri braut og hann virðist vera að ná sér furðu hratt miðað við hversu al­var­leg þessi meiðsli voru þannig að það er ekk­ert ólík­legt að hann verði kom­inn í lag, fyrr, frek­ar en seinna, þó svo að ég geti ekk­ert sagt ná­kvæm­lega til um það,” sagði Gunn­ar.