Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík kemst í úrslit með sigri í kvöld

Þriðji leikur Grindvíkinga og Hauka í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna fer fram í kvöld, en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Grindavík. Haukar höfðu einungis tapað einum leik í deildarkeppninni á þessu tímabili fyrir einvígið gegn Grindavík.

Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:15 en til að komast í úrslitaeinvígið þarf þrjá sigra og því gætu Grindavíkurstúlkur komist í úrslitin með sigri í kvöld, þar sem Snæfell eða Valur yrði mótherjinn.