Nýjast á Local Suðurnes

Hólmar Örn tekur þrettánda tímabilið með Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur og knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi leiki knattspyrnu fyrir þann fyrrnefnda í Pepsí-deildinni á næsta tímabili.

“Keflavík fagnar því að hafa framlengt samninginn við Hólmar enda hefur Hólmar Örn verið einn af lykilleikmönnum keflavíkur í mörg ár. Hann hefur spilað 12 tímabil með keflavík á sínum ferli og spilað yfir 200 leiki með Keflavík.” Segir í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Keflavíkur.