Suðurnesjaslagur í úrslitum Lengjubikarsins
Njarðvíkingar eru komnir í úrslit B-deildar Lengjubikarsins eftir 1-2 sigur á Völsungi frá Húsavík í undanúrslitum keppninnar í dag. Það verður því Suðurnesjaslagur í úrslitaleiknum, þar sem Víðir Garði lagði Vængi Júpiters 0-5 í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fór á mánudag.
Njarðvíkingar unnu alla sína leiki í riðlakeppninni, á meðan Víðismenn unnu þrjá, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Úrslitaleikurinn fer fram þann 2. maí næstkmandi, en ekki hefur verið tilkynnt um leikstað enn sem komið er.