Gul viðvörun Veðurstofu – Vara við éljagangi

Veðurstofan varar við éljagangi á öllu vestanverðu landinu næsta sólarhringinn. Mikið kóf er á Hellisheiði og Þrengslum og þar töluvert blint. Gul viðvörun er meðal annars í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa.
Á vef Veðurstofunnar er greint frá því að búast megi við að veðrið hafi áhrif á umferðina því glerhálka geti myndast á vegum þar sem hiti er við frostmark.
Þá varar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að færð geti spillst fljótt og hvetur fólk til að fylgjast með fréttum af færð á vefjum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.