Nýjast á Local Suðurnes

Vandræðatogari kominn í niðurrif – Tvisvar nærri sokkinn í höfninni

Rússneski togarinn Orlik, sem staðið hefur í Njarðvíkurhöfn undanfarin ár var dregin inn í höfnina í gær, en eigandi skipsins, Hringrás, hafði grafið skurð innan hafnarinnar þar sem fyrsti áfangi niðurrifs skipsins fer fram.

Auglýsing: Hvítlaukspressa – Geggjað verð!

Fjölmenni fylgdist með við höfnina þegar skipinu var komið fyrir í skurðinum, en aðgerðum var stjórnað af Köfunarþjónustu Sigurðar sem hefur þjónustað eiganda togarans undanfarin ár og meðal annars tvisvar sinnum bjargað togaranum frá því að sökkva í höfninni.