Nýjast á Local Suðurnes

Olía og sápa fá að renna óhindrað út í tjarnir við Fitjar

Tjarnirnar á Fitjum í Reykjanesbæ hafa undanfarin ár verið vinsælt útivistarsvæði barna og fullorðina enda fuglalíf mikið á svæðinu yfir sumartímann. Undanfarið hafa þó miklir þurrkar gert það að verkum að lítið vatn hefur verið í tjörnunum og olíu- og sápubrák liggur yfir því litla vatni sem þar er.

Linda Björk Kvaran vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og með innleggi í Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri á sama miðli. Þar birti hún myndir sem sýna ástandið á tjörnunum vel, en myndirnar eru teknar yfir tveggja mánaða tímabil í sumar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í umræðum um málið á Facebook að unnið sé að því að finna ástæður þess að mengaður úrgangur renni óhindrað í tjarnirnar.