Nýjast á Local Suðurnes

Barn í rallýbíl á kerru á Reykjanesbraut

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði í gær sendi­bif­reið sem ekið var eft­ir Reykja­nes­braut. Lög­regl­an seg­ir að það hafi verið gert af „ær­inni ástæðu“ enda hafi barn setið í rallýbíl sem var á kerru sem sendi­bif­reiðin dró á eft­ir sér.

Í til­kynn­ingu sem lög­regl­an hef­ur sent frá sér segir:

„Í öku­manns­sæti rallýbif­reiðar­inn­ar sat barn sem reynd­ist vera son­ur öku­manns sendi­bif­reiðar­inn­ar. Barnið var með ör­ygg­is­belti yfir báðar axl­ir. Ökumaður­inn var færður yfir í lög­reglu­bif­reiðina til viðræðna og hon­um gerð grein fyr­ir því að svona at­hæfi væri ekki liðið,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Lögreglan tek­ur fram í tilkynningunni að faðir­inn hafi lofað bót og betr­un.