Nýjast á Local Suðurnes

Húsnæði ekki ákjósanlegt til leikskólareksturs vegna rakaskemmda

Mynd: Leikskólinn Laut í Grindavík

Tvær skýrslur um úttekt á húsnæði leikskólans Lautar, Garðhúsum, í Grindavík vegna raka í húsnæði voru lagðar fram á fundi Fræðsluráðs sveitarfélagsins á dögunum. Í þeim kemur fram að húsnæðið þarfnist viðgerðar þar sem það er ekki ákjósanlegt til leikskólareksturs.

Bókað var á fundinum að Fræðslunefnd og leikskólastjóri Lautar harma að ekki hafi verið gripið til aðgerða þegar úttekt Verkfræðistofunnar Eflu lá fyrir í lok mars síðastliðnum.

Þá var einnig farið yfir ályktun um stöðu barna í leikskólum sveitarfélagsins og svar frá Sigurði Sigurjónssyni formanni félags stjórnenda í leikskólum. Ítrekað er í ályktun FSL og svari Sigurðar mikilvægi þess að sveitarfélög setji sér viðmið um fermetra á barn í leikskólum og taki tillit til lengri vistunartíma barna í leikskólum. Fræðslunefnd ítrekar fyrri bókun um málið í fundargerð 2. október 2017.