Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leitar að heimili fyrir kettlinga

Lögreglan leitar að heimili fyrir kettlinga sem virðast hafa verið skildir eftir í ruslaskýli við heimili lögreglumanns á Suðurnesjum.

Þetta er það sem beið mín er ég kom heim af dagvaktinni. Einhver hafði ekki pláss fyrir kettlingana sína og ákvað að geyma þá í ruslaskýlinu hjá ritara, mögulegt er líka að læðan hafi kastað kettlingunum þarna og farið. Að öllum líkindum þá fæddust þessir kettlingar fyrir nokkrum klukkustundum síðan og eru þeir án móður. Lögreglan á Suðurnesjum leitar því að læðu sem gæti vonandi tekið þessa kettlinga að sér, um er að ræða 3 kettlinga. Segir á Facebook-síðu lögreglunnar.