Nýjast á Local Suðurnes

Sigur hjá Grindavík – Tap hjá Keflavík

Grindvíkingar hafa styrktu lið sitt mikið fyrir tímabilið

Grindvíkingar og Keflvíkingar léku í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik um helgina, Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð að Hlíðarenda þar sem þær unnu sannkallaðan spennusigur á Valsstúlkum 63-66. Keflavíkurstúlkur áttu einnig mikinn spennuleik gegn liði Hamars í Hveragerði, leiknum lauk með sigri Hamarskvenna, 70-69.

Grindavík byrjaði leikinn gegn Val af miklum krafti og var fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-11. Þá vöknuðu hins vegar heimastúlkur og náðu að minnka muninn í 21-31 fyrir hlé. Valsstúlkur komust svo meira inní leikinn eftir því sem leið á og voru lokamínúturnar æsispennandi. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka var staðan jöfn, 63-63. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir tryggði Grindavík sigur með þriggja stiga skoti mínútu fyrir leikslok og lokatölur, 63-66.

Það var mjótt á mununum allan leikinn þegar Keflavík sótti Hamar heim, Hamarsstúlkur höfðu frumkvæðið í fyrsta leikhluta, staðan eftir hann 23-19. Keflavík vann leikhluta númer tvö 11-13 og staðan í hálfleik því 34-32, Hamar í vil. Þegar síðasti leikhlutinn rann upp leiddi Hamar 52-49, Keflavíkurstúlkur pressuðu stíft en náðu ekki að komast yfir og óvænt tap staðreynd, en Hamarsstúlkur höfðu ekki unnið leik í deildinni. Lokatölur 70-69.

Grindvíkingar verma nú 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Keflvíkingar eru í því 4. með sex stig.