Nýjast á Local Suðurnes

Leggja á annan tug milljóna króna í að styrkja ímynd Suðurnesja

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkti á fundi sínum þann 7. mars síðastliðinn helstu áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja fyrir árið 2018. Mestum fjármunum verður varið í að styrkja ímynd Suðurnesja með sameiginlegu átaki í samstarfi við hagaðila og að auka vitund íbúa um starf og markmið Reykjanes Geopark, en samtals fá þessi verkefni 21 milljón króna úr verkefninu.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir verkefnin í heild sinni og uppæðir sem lagðar verða í þau:

a) Uppfærsla á Innviðagreiningu.  Markmið: Lokið var við gerð Innviðagreiningu á síðasta ári.  Á árinu 2018 verður lokið við að uppfæra hana í samræmi við þarfir Íslandsstofu. Einnig verður unnið við að kortleggja dreifingu ferðamanna á Suðurnesjum. Fjárhæð kr. 3.900.000,-

b) Fjarnám í hjúkrunarfræði. Markmiðið er að nemendur búsettir á Suðurnesjum hafi tækifæri til að stunda háskólanám í heimabyggð. Einnig að nemendur geti hafið nám og klárað það og þannig stuðlað að hærra menntunarstigi og að auka framboð einstaklinga með þessa menntun á svæðinu. Fjárhæð kr. 4.000.000,-

c) Minnka brottfall úr námi og bjóða upp á menntun í takt við atvinnulífið á svæðinu. Markmið er að minnka brottfall úr námi og hækka menntunarstig á Suðurnesjum. Auka tengsl nemenda við atvinnulífið á svæðinu og undirbúa þá fyrir störf sem standa til boða á Suðurnesjum. Draga úr atvinnuleysi til lengri tíma. Fjárhæð kr. 4.580.00,-

d) Ímynd Suðurnesja. Markmið er að styrkja mynd Suðurnesja með sameiginlegu átaki og sömu skilaboðum í samstarfi hagaðila.  Fjárhæð kr. 12.000.000,-

e) Skráning og uppfærsla á menningarviðburðum á dagatali. Markmiðið er að skrá inn upplýsingar á einum stað um menningarviðburði á Suðurnesjum. Fjárhæð kr. 500.000,-

f) Rannsókn á líðan eldri borgara. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á heilsu, líðan og lífsgæði aldraðra á Suðurnesjum. Fjárhæð kr. 3.800.000,-

g) 3-D líkan. Markmið er að fá yfirsýn fyrir tilgreind svæði og sjá hvaða áhrif nýjar framkvæmdir hafa á þau svæði áður en til framkvæmdanna kemur.  Fjárhærð kr. 3.500.000,-

h) Að auka sýnileika Geopark innan Suðurnesjanna. Markmiðið er að auka vitund íbúa um starf og markmið Reykjanes Geopark. Á sama tíma eykst vitund íbúa um jarðsögu, náttúru og sögu svæðisins. Fjárhæð kr. 9.000.000,-

i) Nýsköpun -start-up.  Markmið er að efla nýsköpun og aðgang frumkvöðla og fyrirtækja að stuðningsumhverfinu. Fjárhæð kr. 1.458.000,-