Nýjast á Local Suðurnes

Play vantar fólk til starfa

Íslenska lággjaldaflugfélagið Play auglýsir um þessar mundir eftir fólki til starfa, en samkvæmt áætlunum mun fyrsta flugvél félagsins fara í loftið í júní. Nær öll þau störf sem eru í boði nú eru stöður yfirmanna.

Play hefur tryggt þrjár Airbus 321 neo flugvélar til rekstursins og lokið hlutafjárútboði þar sem fjöldi fjárfesta, einkafjárfestar, lífeyrissjóðir og aðrir stofnanafjárfestar, komu með ríflega 6 milljarða hlutafé. 

Hér má finna upplýsingar um þau störf sem í boði eru, flest eru með starfsstöð í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Hafnarfirði en flugumsjónarfólk mun hafa starfsstöð á Keflavíkurflugvelli.