Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar taka á móti Snæfelli í kvöld – Leik UMFN og Tindastóls frestað

Leik Tinda­stóls og Njarðvík­ur í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik sem fram átti að fara á Sauðár­króki í kvöld hef­ur verið frestað vegna veðurs og ófærðar.

Keflvíkingar eiga leik gegn Snæfellingum í TM-höllinni, sem mun að öllum líkindum fara fram og hefjast klukkan 19:15. Nýlega voru gerðar breytingar á liði Keflavíkur þar sem skipt var um erlendan leikmann. Leikmaðurinn Jerome Hill gekk til félagsins og leysti þarf af Earl Brown Jr. sem er nú farinn frá félaginu.