Nýjast á Local Suðurnes

Sjö auka milljónir í að lokka gesti í heimsókn

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt viðbótarframlag að upphæð 7.400.000 krónur vegna markaðsherferðarinnar „Reykjanesbær – kíktu í heimsókn“.

Herferðin hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þykir hafa tekist vel, en meðal annars hefur aukning orðið í heimsóknum í söfn sveitarfélagsins.