Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir á Landspítala eftir alvarlegt slys við Njarðvíkurhöfn

Tveir menn hafa verið fluttir á slysadeild Landsspítalans vegna sjóslyss út undan Njarðvíkurhöfn.

Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 19:39 um sjóslys út af Njarðvíkurhöfn, þar sem tveir menn voru í sjónum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Viðbragðsaðilar lögreglu, sjúkraliðs, Landsbjargar ásamt og þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til og var búið að ná mönnunum úr sjónum um klukkan 20:11.