Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvuðu 206 ökumenn á einni klukkustund

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Höfð voru afskipti af 206 ökumönnum innanbæjar í Reykjanesbæ í morgun á milli klukkan 10:30 og 11:30. Kannað var með ástand þeirra og réttindi meðal annars. Af þessum 206 ökumönnum var tveimur gert að hætta akstri þar sem þeir blésu undir viðmiðunarmörkum og tveir ökumenn kærðir grunaðir um ölvun við akstur.

Allir hinir framvísuðu ökuskírteinum og voru með allt á hreinu, segir í tilkynningu frá lögreglu.