Nýjast á Local Suðurnes

Talsvert magn af reiðufé í óskilum – Lögregla leitar eigandans

Tals­vert magn af reiðufé fannst í um­slagi í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um í morg­un. Aug­lýst er eft­ir eig­and­an­um.

„Nú vant­ar okk­ar aðstoð ykk­ar og von­umst eft­ir því að í sam­ein­ingu get­um við bjargað jól­un­um hjá vænt­an­lega áhyggju­fullu fólki,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar á Face­book í morg­un. „En málið er þetta…tals­vert magn af reiðufé fannst í um­slagi í morg­un hér á svæðinu. Í um­slag­inu, auk þess­ara pen­inga er kvitt­un og fleira, en ekki nóg fyr­ir okk­ur til að hafa upp á eig­and­an­um. Nú vant­ar okk­ur að finna eig­and­ann af þessu og von­umst við til að þetta kom­ist til skila fyr­ir jól­in og leit­um við því eft­ir aðstoð ykk­ar. Að sjálf­sögðu þarf eig­andi að segja okk­ur hversu mik­il upp­hæð er í um­slag­inu.“

Lög­regl­an á Suður­nesj­um sagði í sam­tali við mbl.is um kl. 10.30 að eig­and­inn væri enn ekki fund­inn en hægt er að senda lög­regl­unni skila­boð á Face­book varðandi málið.