Nýjast á Local Suðurnes

Sveinn ráðinn í stöðu byggingarfulltrúa

Sveinn Björnsson byggingafræðingur og löggiltur aðalhönnuður hefur verið ráðinn í stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Þetta var staðfest af bæjarráði á fundi þess í gær.

Sveinn hefur á undanförnum árum starfað við eignaumsýslu hjá Reykjanesbæ. Sveinn hefur margs háttar reynslu af byggingafræði og starfaði um skeið sem byggingarfulltrúi í Stykkishólmi. Sveinn hefur auk þess unnið hjá Tækniþjónustu SÁ ehf., OMR verkfræðistofu ehf., THG Arkitektum ehf., Almennu Verkfræðistofunni hf. og verið sjálfstætt starfandi.

Sveinn hefur gengt stöðunni undanfarin misseri, eftir að fyrrum byggingafulltrúi sagði upp störfum í kjölfar þess að í ljós kom að byggingar United Silicon í Helguvík væru of háar miðað við gildandi deiliskipulag.