Nýjast á Local Suðurnes

Magnús sakaður um reifarakenndar fléttur í fjársvikamáli United Silicon

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Stjórn United Silicon og Arion banki telja að Magnús Garðarson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri kísilvers United Silicon í Helguvík, hafi í tölvupóstsamskiptum meðal annars brugðið sér í líki ítalsks sérfræðings, Mark Giese, til þess að sannfæra endurskoðanda fyrirtækisins um að rekstur fyrirtækisins væri í himnalagi.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur forstjóranum fyrrverandi sem fyrirtækið og bankinn lögðu inn til Héraðssaksóknara í september og október síðastliðnum. Það er DV sem hefur heimildir fyrir þessu, en á vef miðilsins kemur fram að talið sé að Magnús hafi í krafti stöðu sinnar breytt greiðslufyrirkomulaginu til framleiðanda ljósbogaofns fyrirtækisins og síðan komið því í kring að stofnað hafi verið félag á Kýpur sem síðan stofnaði félag á Ítalíu með afar áþekkt nafn og framleiðandi ofnsins. Það félag hóf síðan að senda United Silicon reikninga og er Magnúsi gefið að sök að hafa séð til þess að þessir reikningar væru greiddir.

Þegar kom að endurskoðun United Silicon spurðist endurskoðandi fyrirtækisins fyrir um greiðslurnar og fékk upplýsingar um hverja ætti að hafa samband við hjá þessum tveimur ítölsku félögum. Ekki stóð á að fá upplýsingar frá Tenova Pyromet en þegar finna þurfti tengilið á hitt ítalska félagið var leitað til Magnúsar.