Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjahönnun slær í gegn – Á annað þúsund manns vilja eignast “Íslands” kjólinn

Njarðvíkingurinn Snædís Guðmundsdóttir hefur hannað eigin fatalínu undir merkjum Dís – Íslensk hönnun um nokkura ára skeið. Snædís sem er útskrifaður klæðskeri frá Tækniskóla Íslands og rekur verslun í verslunarkjarnanum Firði í Hafnarfirði, setti Facebookleik í gang á dögunum þar sem hægt er að vinna kjólinn Ungfrú Ísland, það eina sem þarf að gera er að skrifa “Áfram Ísland” undir mynd á Fésbókarsíðu Dís- Íslensk hönnun og deilda myndinni.

Á facebooksíðu Dís – Íslensk hönnun kemur fram að kjóllinn hafi fengið frábærar viðtökur.

Við ætlum að gefa einum heppnum viðskiptavin Ungfrú Ísland nýjasta kjólinn okkar sem hefur fengið frábærar viðtökur.

Nú þegar hafa  um þrettánhundruð manns sett textann undir myndina, en dregið verður þann 22. júní næstkomandi. Fyrir þá sem ekki vinna leikinn er ekkert annað að gera í stöðunni en að skella sér í verslunina í Firðinum og kaupa eitt stykki.

dis kjoll