Vilja breyta skipulagi við Hafnargötu

BLUE Fjárfestingar ehf., hafa óskað eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að fá leyfi til breytinga á núgildandi deiliskipulagi á Hafnargötu 12.
Breytingin felst í nýrri ásýnd íbúðarhúsanna, með meira uppbroti, áherslu á útsýni til sjávar, stækkun garðrýmis og fjölgun íbúða, auk þess að stækka almenningssvæði og þjónustuhluta með sólríkum inngarði til suðvesturs í beinum tengslum við núverandi torg að Hafnargötu sbr. kynningaruppdrætti JeES arkitekta dags 9. apríl 2024.
Umhverfis- og skipulagsráð tók málið fyrir og veitir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlögð drög í samráði við skipulagsfulltrúa. Deiliskipulagstillagan innihaldi sólarlagsákvæði til samræmis við Vallargötu 7-11, segir í fundargerð.

