Nýjast á Local Suðurnes

Ný slysa- og bráðamóttaka tekin í notkun

Ný Slysa- og bráðamóttöka og sjúkradeild á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var formlega opnunð þann 4. október síðastliðinn. Á sama tíma flutti geðheilsuteymi í stærra húsnæði við Hafnargötu 90.

Slysa- og bráðamóttakan, ásamt sjúkradeild er staðsett í nýuppgerðu húsnæði D- álmu sjúkrahússins.

Fjölmenni var á opnuninni og héldu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Markús Ingólfur Eiríksson, forstóri og Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir tölu af þessu tilefni.

Ný aðstaða mun hafa mikil áhrif fyrir skjólstæðinga, starfsfólk og sjúkraflutninga og gerir starfsfólki kleift að sinna fleiri erindum í heimabyggð, segir í tilkynningu.