Mistök hjá Keflvíkingum að reka Kristján
Að mati lesenda Fótbolti.net
Meirihluti lesenda Fótbolta.net telja að Keflavík hafi gert mistök þegar Kristján Guðmundsson var látinn taka pokann sinn sem þjálfari liðsins. Þetta er niðurstaða könnunar sem var á forsíðu netmiðilsins. Alls tóku rúmlega 1700 manns þátt í kosningunni og töldu 68% ákvörðunina ranga.
Samningi Kristjáns var sem kunnugt er sagt upp þann 4. júní eftir 5-0 tap gegn KR í Borgunarbikarnum.
Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson tóku við af Kristjáni og hefur liðið leikið fjóra leiki undir þeirra stjórn þar sem einn hefur unnist og þrír tapast. Liðið situr á botni deildarinnar með 4 stig eftir 10 leiki.