Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík valtaði yfir Fjölni – Ungir settu fyrstu stigin

Njarðvíkingar tóku Fjölnismenn í kennslustund í körfuknattleik í Njarðtaksgryfjunni þegar liðin mættust í kvöld. Lokatölur 117-83.

Chaz Williams var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 28 stig, en allir leikmenn liðsins komust á blað í kvöld.

Þrír leikmenn Njarðvíkur gerðu sín fyrstu stig fyrir félagið í Domino´s-deildinni en þeir Róbert Sean Birmingham, Guðjón Karl Halldórsson og Gunnar Már Sigmundsson skoruðu allir tvö stig í leiknum.