Nýjast á Local Suðurnes

Akurskóli metinn af ráðuneyti – Áhersla lögð á að styðja kennara í umbótum á eigin starfi

Akurskóli er einn þeirra skóla sem verður í ytra mati mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ár, matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis en framkvæmdin er á vegum Námsmatsstofnunar.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er unnið samkvæmt lögum um grunnskóla og er tilgangur þess meðal annars að veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við aðalnámskrár grunnskóla, auk þess sem matið á að tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Með ytra mati er unnið að öllum þessum markmiðum og lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar.

Myllubakkaskóli og Stóru-Vogaskóli eru á meðal þeirra skóla á Suðurnesjum sem hafa farið í gegnum ytra mat mennta- og menningarmálaráðuneytis, og er hægt að skoða niðurstöðurnar með því að smella hér.