Nýjast á Local Suðurnes

Minna heimanám í Grunnskóla Grindavíkur

Mikil umræða blossar reglulega upp um ágæti heimanams, Grunnskólinn í Grindavík er að stíga skref í að takmarka heimanám eftir að skólaþing um heimanám var haldið síðastliðið vor. Þingið sátu um 80 manns, fulltrúar nemenda allra árganga, foreldrar og kennarar.

Þetta kemur fram í svari Halldóru Magnúsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur við fyrirspurn Grindavik.net.

“Við Grunnskóla Grindavíkur er lögð áhersla á að nám fari að stærstum hluta fram á skólatíma undir verkstjórn kennara. Markmið heimanáms er í fyrsta lagi hugsað til þess að nemandi efli færni sína í ýmsum grunnatriðum námsins, einkum þeim þáttum sem krefjast endurtekinnar þjálfunar til að nemandi nái góðum tökum á þeim.” Segir Halldóra meðal annars í svari sínu til vefmiðilsins.