Nýjast á Local Suðurnes

Samúel Kári og félagar bikarmeistarar

Samúel Kári Friðjónsson varð í dag norskur bikarmeistari með Viking Stavangri þegar liðið vann Haugesund 1-0.

Keflvíkingurinn knái hóf leikinn á varamannabekknum en kom inná á 75. Mínútu. Samúel Kári er lánsmaður hjá Víking frá Vålerenga.