Nýjast á Local Suðurnes

Hörður Sveinsson leikur með Keflavík í Inkasso-deildinni

Hörður Sveinsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og spilar mun spila með með liðinu í Inkasso-seildinni í sumar.
Hörður hefur spilað 244 leiki í meistaraflokki, 211 með Keflavík og 33 með Val en í þessum leikjum hefur hann skorað 70 mörk og þar af 66 með Keflavík. Á síðasta tímabili átti Hörður við meiðsli að stríða en náði 13 leikjum og skoraði í þeim 4 mörk.
Á heimsíðu Keflavíkur kemur fram að mikill hugur sé í Herði og ætlar hann að koma tvíefldur til leiks í sumar og gleðja stuðningsmenn með nokkrum mörkum.
keflavik fotb hörður