Nýjast á Local Suðurnes

Bora niður á 5 kílómetra dýpi

Ann­ar áfangi Íslenska djúp­bor­un­ar­verk­efn­is­ins hófst form­lega í gær. Þá var byrjað á hinni eig­in­legu djúp­bor­un á bor­holu HS Orku við Reykja­nes­virkj­un. Stefnt er að því að bora niður á 5 kíló­metra dýpi og sækja þangað orku í um 500 stiga hita. Ef það tekst er það í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhita­svæði á Íslandi.