Bora niður á 5 kílómetra dýpi

Annar áfangi Íslenska djúpborunarverkefnisins hófst formlega í gær. Þá var byrjað á hinni eiginlegu djúpborun á borholu HS Orku við Reykjanesvirkjun. Stefnt er að því að bora niður á 5 kílómetra dýpi og sækja þangað orku í um 500 stiga hita. Ef það tekst er það í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi.