Nýjast á Local Suðurnes

Próflaus með þrjú börn án öryggisbúnaðar í bíl

Það má segja að ýmsu hafi verið ábótavant hjá ökumanni sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af  um helgina. Bifreiðin sem hann ók var ótryggð. Í henni voru fimm farþegar en hún var einungis skráð fyrir fjóra slíka.

Þrjú börn voru í aftursætinu en þau voru ekki í barnabílstólum né með annan tilskilinn öryggisbúnað. Ökumaðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini né sýnt fram á að hann væri yfir höfuð með ökuréttindi.

Skráningarmerkin voru fjarlægð af bifreiðinni og atvikið tilkynnt til barnaverndarnefndar.