Nýjast á Local Suðurnes

Gjaldskylda við Fagradalsfjall

Skilti þar sem seg­ir að gjald­skylda sé á bílastæðum við gossvæðið við Fagradalsfjall hefur verið sett upp . Ef marka má skiltið kost­ar það nú 1.000 krón­ur að leggja bíl á bíla­stæðinu, segir í frétt mbl.is

Seg­ir á skilt­inu að um einka­eign sé að ræða en eld­gosið í Geld­inga­döl­um er í landi Hrauns við Grinda­vík.

Á skilt­inu eru gefn­ar upp tvær greiðslu­leiðir, ann­ars veg­ar sé hægt að greiða með parka-app­inu og hins veg­ar er gef­in upp vef­slóðin www.parka.is/​geld­inga­dal­ir. Þar segir að kostnaður við að leggja bíl í einn dag sé 1.000 krónur, en afsláttur er veittur fyrir hvern umfram dag og kostar til að mynda 2.250 krónur að leggja bifreið á stæðinu í þrjá daga.

Mynd: skjáskot mbl.is