Nýjast á Local Suðurnes

Mest lesið á árinu: Kristín og Styrmir fluttu – Leoncie flutti næstum því

Nú þegar árinu er um það bil að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fréttirnar á Suðurnes.net á árinu 2016. Við tökum þetta í smá niðurtalningu og byrjum á fréttum frá 15 – 10 af mest lesna efninu á árinu:

15. Náungakærleikur í Reykjanesbæ

Kristín Gunnarsdóttir, 64 ára íbúi í Reykjanesbæ greindist með krabbamein í mars árið 2015. Hennar hinsta ósk var að flytjast til Danmerkur þar sem börn hennar og barnabörn búa, Kristín á fáa ættingja hér á landi og óskaði eftir aðstoð við flutningana á Facebook-síðunni “Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri” og viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjöldi fólks mætti á svæðið og tók til hendinni.

14. (Ó)heppnasti markvörður heims reynir fyrir sér í blaki

Eitthvað af furðufréttum frá útlöndum fylgdi með í fréttaflórunni – Óheppnasti markvörður heims, Scott Sterling, sem á einhvern ótrúlegan hátt varði fjöldan allan af vítaspyrnum með andlitinu og gjörsamlega sigraði internetið í kjölfarið, hefur hafið íþróttaiðkun á ný.

13. Styrmir seldi allt og flutti af landi brott

Styrmir Barkarson tók sig til um mitt ár 2015, seldi húsið, bílinn og búslóðina og flutti ásamt eiginkonu og tveimur börnum til Svíþjóðar, þar sem hann skráði sig til náms  í frumkvöðlafræði við Háskólann í Lundi. Við ræddum við Styrmi í mars.

12. Leoncie tilkynnti flutninga af landi brott

Skemmtikrafturinn og Indverska prinsessan Leoncie hefur ákveðið að yfirgefa Ísland á ný. Söngkonan góðkunna hefur haldið heimili, ásamt eiginmanni sínum, í Reykjanesbæ undanfarin misseri.

11. Stærsta flugvél heims lenti í Keflavík

Stærsta flugvél heims, Antonov 225, lenti á Keflavíkurflugvelli í nóvember – Stoppið var stutt, en það náðust flottar myndir af vélinni og lendingunni, sem finna má í 11. mest lesnu fréttinni á árinu.