Stærsta flugvél heims lent í Keflavík – Sjáðu myndirnar!
Stærsta flugvél heims, Antonov 225, lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 19 í kvöld. Gert er ráð fyrir nokkurra klukkustunda eldsneytisstoppi í Keflavík og að vélin fljúgi vélin áfram vestur um haf, með næstu millilendingu í Gander á Nýfundnalandi, en förinni er heitið til Chile í Suður-Ameríku.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af og úr þessari stærstu flugvél heims, auk myndbands af lendingunni, en vélin lendir á um það bil 3. mínútu.