Nýjast á Local Suðurnes

Prófkjör Sjálfstæðisflokks – Páll Enn efstur þegar 50% atkvæða hafa verið talin

Rúmlega 4.000 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og þegar um 50% atkvæða hafa verið talinn er Páll Magnússon í 1. sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar, Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Ragnheiður Elín Árnadóttir mun skipa fjórða sætið og Unnur Brá Konráðsdóttir það fimmta, haldist staðan eins og hún er nú. Ragnheiði Elínu vantar þó aðeins 15 atkvæði til að ná 3. sætinu af Vilhjálmi.

Ef staðan helst óbreytt verða úrslitin að teljast mikið áfall fyrir Ragnheiði Elínu, sem hefur gengt starfi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undanfarin ár í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.