Fínt veður næstu daga

Veðrið á Suðurnesjum hefur verið milt og gott undanfarna daga og samkvæmt spám veðurfræðinga er það ekkert að fara að breytast næstu daga. Í dag er spáð 8-17 stiga hita á landinu og að hlýjast verði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Spáin á landinu næstu daga er svo þessi:
Á fimmtudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað suðaustantil á landinu. Hiti 7 til 18 stig, svalast fyrir austan.
Á föstudag, laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 með S-ströndinni. Yfirleitt bjart veður um landið vestan- og norðanvert og hiti 14 til 22 stig.
Skýjað og úrkomulítið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hiti 8 til 13 stig á þeim slóðum.
Nánar á vedur.is