Nýjast á Local Suðurnes

Öflugur miðnæturskjálfti

Nokkuð öflugur jarðskjálfti sem fannst víða á Suðurnesjum reið yfir nú rétt um miðnætti. Samkvæmt óyfirförnum tölum á vef Veðurstofu mældist skjálftinn 4,4 að stærð, en sá stærsti í hrinunni í hingað til, 4,5, mældist þann 25. október síðastliðinn.

Alls hafa mælst ríflega 22.800 jarðskjálftar í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október við Þorbjörn, samkvæmt vef Veðurstofunnar.