Nýjast á Local Suðurnes

Fundu fyrir skjálfta í Reykjanesbæ

Vel fannst fyrir jarðskjálfta í Reykjanesbæ um hádegisbilið í dag. Skjálftinn var 4,2 stig og átti upptök sín um 5 km. suðvestur við Geirfugladrang.

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er talið að skjálftinn sem fannst í morgun tengist hrinu jarðskjálfta sem varð þann 10. apríl síðastliðinn á svipuðum slóðum, en þá var stærsti skjálftinn um 4,5 stig.