Nýjast á Local Suðurnes

Stakksberg fékk spurningar Reykjanesbæjar vegna kísilvers afhentar frá Skipulagsstofnun

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir því að leitað verði svara hjá Skipulagsstofnun hvers vegna lögfræðingar hagsmunaaðila í máli kísilversins í Helguvík, Stakksbergs, fengu afhentar spurningar frá Reykjanesbæ er lúta að deiliskipulagsbreytingum í Helguvík og heimild til þess að skila inn athugasemdum áður en stofnunin svaraði Reykjanesbæ.

Samkvæmt fundargerð ráðsins er meðal annars leitað svara við því hvort um sé að ræða alvanaleg vinnubrögð Skipulagsstofnunar, hvort stofnunin telji að með þessu sé verið að gæta hlutleysis auk þess sem ráðið vill fá að vita á hvað lagagrundvelli stofnunin tók ákvörðun um að afhenda Stakksbergi spurningar Reykjanesbæjar.