Nýjast á Local Suðurnes

Dýrum tækjum stolið í innbroti

Hleðsluborvél og fylgihlutir, að verðmæti um 50.000 krónur var meðal þeirra muna sem stolið var í innbroti í húsnæði í Keflavík í gær. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu farið inn með því að spenna upp stormjárn í glugga.

Auk borvélarinnar hurfu fleiri fleiri tæki, en ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg né hvaða verðmæti er um að ræða, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hefur málið til rannsóknar.